Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen hófu keppni í 2. deild þýska handknattleiksins í kvöld með góðum heimasigri á gamla veldinu í þýskum handknattleik, TV Großwallstadt, 31:29. Elmar skoraði sex mörk í leiknum, gaf eina stoðsendingu auk þess að láta til sín taka í vörninni með þeim afleiðingum að honum var einu sinni vikið af leikvelli.
TV Großwallstadt hafði tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:13. Elmar og félagar hertu róðurinn í síðari hálfleik og sneru taflinu sér í hag.
Tap hjá nýliðunum
Ekki gekk eins vel hjá nýliðum HC Oppenweiler/Backnang með Tjörva Tý Gíslason innanborðs. HC Oppenweiler/Backnang tapaði í heimsókn til
TV 05/07 Hüttenberg, 30:23. Tjörvi Týr skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli.