Þrír leikmenn Íslandsmeistara Vals eru á meiðslalista þegar vika er í keppni í Olísdeild kvenna hefst. Landsliðskonurnar Lilja Ágústsdóttir og Thea Imani Sturludóttir hafa ekkert leikið með Val á undirbúningstímanum og nýverið meiddist unglingalandsliðskonan Ásrún Inga Arnarsdóttir.
Anton Rúnarsson þjálfari Vals sagði við handbolta.is í gær að það eigi eftir að skýrast hvenær Ásrún Inga verður klár í slaginn auk þess einhver stund getur liðið áður en Lilja og Thea Imani snúi til baka út leikvöllinni. Ekki verið anað að neinu í þessum efnum í upphafi keppnistíðar.
Lilja fór í aðgerð á hné strax að loknum síðasta leik Vals í vor. Hún er hægt og bítandi að jafna sig.


Thea Imani fann til eymsla í hásinum í vor og sumar, væntanlega í kjölfar mikils álags á síðasta keppnistímabili. Thea Imani var að jafna sig á dögunum þegar hún tognaði á læri.
„Vonandi fer að styttast í þær [Lilju og Theu]. Ég get ekki sagt hvort það eru dagar eða vikur. Við förum að skoða það núna,“ sagði Anton Rúnarsson þjálfari Vals í viðtali við handbolta.is í gær eftir sigur á Haukum í meistarakeppni HSÍ.