- Auglýsing -

Einar Þorsteinn hafði betur gegn Hauki

- Auglýsing -


Einar Þorsteinn Ólafsson og liðsfélagar hans í HSV Hamburg höfðu betur gegn Hauki Þrastarsyni og leikmönnum Rhein-Neckar Löwen í Sporthalle Hamburg í dag þegar liðin mættust í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 33:30. Þetta var fyrsta tap Rhein-Neckar Löwen í deildinni. Liðin hafa fjögur stig hvort að loknum þremur umferðum.


Haukur átti fínan leik fyrir Rhein-Neckar Löwen. Hann skoraði þrjú mörk og gaf sjö stoðsendingar. David Móré var markahæstur með níu mörk.

Einar Þorsteinn, sem helsta leikur í vörn HSV Hamburg skoraði ekki mark að þessu sinni. Frederik Bo Andersen og Nicolaj Jørgensen skoruðu sjö mörk hvor fyrir Hamborgarliðið.

Hákon hafði betur gegn Elmari

Í annarri deild vann Eintracht Hagen lið Nordhorn-Lingen, 27:23, á heimavelli og hefur þar með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. Hákon Daði Styrmisson skoraði fimm mörk fyrir Hagen, þrjú þeirra úr vítaköstum.

Elmar Erlingsson skoraði eitt mark fyrir Nordhorn, gaf þrjár stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli. Nordhorn er með tvö stig.

Stöðuna í þýsku 1. og 2. deild og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -