Birgir Steinn Jónsson og Arnar Birkir Hálfdánsson eru komnir í átta liða úrslit sænsku bikarkeppninnar í handknattleik með félagsliðum sínum. Birgir Steinn var markahæstur liðsmanna IK Sävehof í Malmö, 35:27, í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum í Malmö í kvöld. Um leið var þetta í fjórða sinn sem liðin mætast á 10 dögum því þau áttust einnig við í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Arnar Birkir skoraði þrisvar fyrir Amo HK sem lagði IFK Tumba öðru sinni í 16-liða úrslitum á heimavelli í kvöld að viðstöddum 108 áhorfendum.
Amo vann viðureignir tvær með samanlagt 13 marka mun.
Verða að vinna á heimavelli
Arnóri Viðarssyni og samherjum í HF Karlskrona bíður það verkefni að vinna Redberglid á heimavelli í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum eftir jafntefli í kvöld, 30:30, á heimavelli. Arnór skoraði eitt mark í kvöld. Síðari viðureignin verður á laugardaginn í Karlskrona.