-Auglýsing-

Fyrsti sigurinn hjá Elvari – lögðu toppliðið

- Auglýsing -


Elvar Ásgeirsson og liðsfélagar í Ribe-Esbjerg blésu til sóknar í dag þegar þeir mættu efsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar, Bejrringbro/Silkeborg á heimavelli og unnu, 34:30, í upphafsleik 3. umferðar deildarinnar. Leikið var í Esbjerg og hafði Ribe-Esbjerg fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 18:14.


Ribe-Esbjerg hafði tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni þegar kom að viðureigninni í Blue Water Dokken í Esbjerg.

Elvar lék afar vel, jafnt í vörn sem sókn. Hann skoraði fjögur mörk í sex skotum og gaf þrjár stoðsendingar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -