-Auglýsing-

Haukar fögnuðu naumum fyrsta sigri á leiktíðinni

- Auglýsing -


Haukar sluppu út úr KA-heimilinu í kvöld með bæði stigin úr heimsókn sinni þangað með eins marks sigri, 33:32 í Olísdeild karla í handknattleik. KA-menn skoruðu þrjú síðustu mörkin í leiknum á síðustu 90 sekúndunum, manni fleiri. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 13. mark sitt og síðasta mark KA þegar sex sekúndur voru til leiksloka. Haukar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14.


Haukar og KA hafa þar með tvö stig hvort eftir tvær fyrstu umferðir Olísdeildar karla í handknattleik.

Jens Bragi Bergþórsson, Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Einar Birgir Stefánsson. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Segja má að endasprettur KA-liðsins hófst aðeins of seint en liðið var sex mörkum undir þegar átta og hálf mínúta var til leiksloka, 30:24. Á næstu mínútum tókst KA-liðinu að skora fjögur mörk án þess að Haukar svöruðu fyrir sig. Gunnar Magnússon þjálfari Hauka tók leikhlé í stöðunni, 30:28, rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Upp úr leikhléinu tókst Haukum að slíta sig aðeins frá KA og virtust ætla að vinna sannfærandi sigur. Allt kom fyrir ekki. Hver sóknin síðustu mínúturnar var í handaskolum hjá Hafnarfjarðarliðinu og litlu mátti muna að KA krækti í annað stigið.

Hergeir Grímsson í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Hergeir Grímsson mætti galvaskur til leiks með Haukum í kvöld. Hann missti af viðureigninni við Aftureldingu í síðustu viku vegna meiðsla. Hergeir var öflugur í sóknarleik Hauka.


Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 13/3, Morten Linder 5/1, Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 4, Jens Bragi Bergþórsson 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Magnús Dagur Jónatansson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2.
Varin skot: Bruno Bernat 6, 17,1% – Guðmundur Helgi Imsland 1/1, 25%.

Mörk Hauka: Freyr Aronsson 9/2, Sigurður Snær Sigurjónsson 6, Hergeir Grímsson 5/2, Birkir Snær Steinsson 3, Andri Fannar Elísson 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Þráinn Orri Jónsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 7/2, 31,8%.

Tölfræði HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -