-Auglýsing-

Molakaffi: Entrerrios, Højlund, Frandsen, Kastening, Preuss, Mem

- Auglýsing -
  • Raúl Entrerrios einn af fremstu og þekktustu handknattleiksmönnum Spánar á síðari árum hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri landsliða karla hjá spænska handknattleikssambandinu. Entrerrios lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum og hefur síðan þjálfað yngri lið Barcelona
  • Danska landsliðskonan Mie Højlund hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við meistaraliðið Odense Håndbold sem gildir fram til ársins 2028. Højlund segist eiga þann draum að vinna Meistaradeild Evrópu með Odense Håndbold áður en ferillinn verður úti. Hún komst nærri því þegar Odense-liðið lék til úrslita í Meistaradeildinni en tapaði fyrir Györ í úrslitaleik. 
  • Sebastian Frandsen aðalmarkvörður danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK kveður liðið næsta sumar eftir þriggja ára dvöl. Félagið sagði frá þessu í gær. Í morgun tilkynnti Bjerringbro/Silkeborg að Frandsen hafi samið við félagið frá og með næsta sumri og til loka júní 2029. 
  • Fyrirliði þýska handknattleiksliðsins MT Melsungen, Timo Kastening, hefur skrifað undir nýjan samning til næstu fjögurra ára. Talsverðar vangaveltur hafa verið uppi síðustu vikur um það hvort þýski landsliðsmaðurinn ætlaði sér að breyta til eða halda áfram hjá liðinu. Það síðarnefnda er nú orðið að veruleika.
  • Kastening kom til MT Melsungen sumarið 2020 frá TSV Hannover-Burgdorf.
  • Ekki léttist róður þýska 1. deildarliðsins Leipzig við þær fregnir að Moritz Preuss verður frá keppni næstu vikur vegna meiðsla. Leipzig hefur eitt stig eftir fjóra leiki í deildinni og á fyrir höndum leiki við THW Kiel, Rhein-Neckar Löwen, Flensburg, Melsungen og Magdeburg á næstu vikum. Staðan í deildinni er ekkert spaug, var haft eftir Karsten Günther framkvæmdastjóra félagsins á handball-world í gær.
  • Dika Mem fyrirliði Barcelona verður frá keppni í a.m.k. þrjár vikur. Hann tognaði í aftanverður hægra læri á dögunum og var þar af leiðandi ekki með Spánarmeisturunum á fimmtudagskvöld þegar þeir tóku á móti GOG í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Hann var einnig fjarri góðu gamni í gærkvöld þegar Barcelona vann Horneo Alicante í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -