Áfram gengur ekki sem skildi hjá Arnóri Þór Gunnarssyni og liðsmönnum hans í þýska 1. deildarliðinu Bergischer HC. Í gær tapaði liðið fyrir öðrum nýliðum deildarinnar, GWD Minden, 30:23, á heimavelli í fjórðu umferð deildarinnar. Bergischer HC er án stiga enn sem komið er.
Þriðji sigurinn hjá Hauki
Mun betur gengur hjá Rhein-Neckar Löwen, sem Haukur Þrastarson leikur með. Liðið vann Eisenach í gær, 31:28, á heimavelli og hefur sex stig að loknum fjórum viðureignum. Haukur skoraði ekki mark en gaf fimm stoðsendingar.
Töpuðu endasprettinum
Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar í HSV Hamburg misstu vænlega stöðu niður í tap í heimsókn til THW Kiel í gær, 27:25. Kiel-liðið, með Færeyinginn Elias Ellefsen á Skipagøtu í ham skoraði fjögur síðustu mörk leiksins á sjö síðustu mínútunum. Elias skoraði 11 mörk.
Einar Þorsteinn lék aðeins með í vörninni og var einu sinni vikið af leikvelli.
THW Kiel hefur sex stig að loknum þremur leikjum eins og SC Magdeburg sem mætir Stuttgart á heimavelli í dag.
Einar og félagar hafa fjögur stig eftir fjóra leiki og eru sem stendur í áttunda sæti.
Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.