-Auglýsing-

Sex lið með fullt hús stiga – FTC og Esbjerg byrja illa

- Auglýsing -


Evrópumeistarar Györi Audi ETO KC, franska meistaraliðið Metz og Gloria Bistrita frá Rúmeníu hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Meistaradeild kvenna í handknattleik, A-riðli. Í B-riðli hefur Brest frá Bretaníu, Króatísku meistararnir HC Podravka og silfurlið Meistaradeildar í vor, Odense Håndbold, fullt hús stiga eftir tvær umferðir.

Danska liðið Team Esbjerg er án stiga í A-riðli eftir tvö eins marks töp í upphafsleikjunum tveimur. Esbjerg tapaði fyrir Györi í Ungverjalandi á laugardaginn með minnsta mun, 31:30. Fyrir viku beið danska stórliðið ósigur fyrir Metz, 30:29.

Tabea Schmid leikmaður Esbjerg komin á auðan sjó í leiknum við Györ. Ljósmynd/EPA

Daninn í basli

Ungverska liðið FTC, sem réði danska þjálfarann Jesper Jensen til sín í vor, hefur tapað tveimur fyrstu viðureignum sínum. Í gær tapaði liðið fyrir CSM Búkarest, 31:28. Ljóst er að hörkuvinna er framundan hjá Jensen að hressa upp á Búdapestliðið.

Hér fyrir neðan eru úrslit leikja helgarinnar, markahæstu leikmenn og staðan í riðlunum tveimur.

A-riðill:

Storhamar Handball – OTP Group Buducnost 25:14 (13:8).
-Anniken Obaidli 6 – Jelena Vukcevic 5.

DVSC Schaeffler – Gloria Bistrita 33:34 (15:15).
-Alicia Toublanc 11 – Larissa Nüsser og Asuka Fujita 9 mörk hvor.

Metz Handball – Borussia Dortmund 38:29 (19:15).
-Lucie Granier 7 – Alicia Langer og Déborah Lassource 6 mörk hvor.

Györi Audi ETO KC – Team Esbjerg 31:30 (15:15).
-Dione Housheer 12 – Henny Reistad 10.

Staðan:

Standings provided by Sofascore

B-riðill:

Krim Otp Group Mercator – HC Podravka 22:27 (11:14).
Katarina Pandža 10 – Tamara Mavsar og Tamara Horacek 6 mörk hvor.

Odense Håndbold – Ikast Håndbold 35:28 (17:12).
-Helene Fauske 7 – Julie Scaglione 6.

CSM Bucuresti – FTC-Rail Cargo Hungaria 31:28 (12:14).
-Elizabeth Omoregie 8 – Emily Vogel 7.

Sola HK – Brest Bretagne 24:26 (12:14).
-Malin Holta, Pia Grønstad og Camilla Herrem 6 mörk hver – Onacia Ondono, Annika Lott og Pauline Coatanea 5 mör hver.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -