- Auglýsing -
Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hefja leiktíðina í Meistaradeild karla þetta tímabilið í París á fimmtudagskvöld. Þeir dæma viðureign franska meistaraliðsins Paris Saint-Germain og Eurofarm Pelister, meistaraliðs Norður Makedóníu, í B-riðli.
Anton Gylfi og Jónas hafa dæmt í Meistaradeild Evrópu um árabil. Þeir dæmdu síðasta undanúrslitaleik Füchse Berlin og Nantes í Meistaradeild í Köln í júní og þurftu m.a. að lyfta rauða spjaldinu. Var það í fimmta sinn sem Anton Gylfi dæmi leik í úrslitahelgi Meistaradeild karla en í fjórða skipti sem Jónas mætir á stóra sviðið með félaga sínum.
- Auglýsing -