Grétar Ari Guðjónsson og nýir samherjar hans í AEK Aþenu töpuðu í kvöld fyrir Olympiakos, 24:23, í meistarakeppninni í Grikklandi eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 12:11. Þetta er fjórða árið í röð sem Olympiakos, höfuð andstæðingur AEK, vinnur meistarakeppnina. Deildarkeppnin í Grikklandi hefst á laugardaginn. Olympiakos varð meistari í vor.
AEK-liðið byrjaði illa bæði í fyrri og seinni hálfleik og mun það hafa komið liðinu í koll samkvæmt upplýsingum af heimasíðu félagsins. Nýr þjálfari AEK, Portúgalinn Rui Silva, á eftir að stilla betur saman strengina.
Engar upplýsingar er að fá aðrar en að Grétar Ari var í leikmannahóp AEK í leiknum.
Savvas Savvas var markahæstur hjá Olympiakos með fimm mörk. Salem skoraði flest mörk AEK, fjögur.
Gangur leiksins: 2:1, 6:2, 8:3, 9:7, 10:11, (11:12), 14:13, 16:14, 19:15, 21:18, 22:20, 24:23.