-Auglýsing-

Molakaffi: Späth, Lange, Paula, Sakó, Cojean, Bellahcene

- Auglýsing -
  • Hinn ungi þýski landsliðsmarkvörður David Späth hefur skrifað undir nýjan samning við Rhein-Neckar Löwen. Nýr samningur gildir til ársins 2029. Späth, sem var í sigurliði Þýskalands á HM 21 árs landsliða 2023, kemur upp úr ungmennastarfi Rhein-Neckar Löwen.
  • Axel Lange stjórnarmaður Füchse Berlin segir að nokkrir leikmenn þýska meistaraliðsins Füchse Berlin hafi nánast krafist þjálfaraskipta hjá félaginu. Það sé ástæða þess að stjórnendur félagsins létu meistaraþjálfarann Jaron Siewert óvænt taka pokann sinn á dögunum. 
  • Bruna de Paula og Hatadou Sakó leikmenn Evrópumeistara Györ urðu fyrir kynþáttafordómum í viðureign liðsins við Mosonmagyarovar í ungversku úrvalsdeildinni í síðustu viku. Bæði félög hafa fordæmt framkomu áhorfenda sem voru á bandi Mosonmagyarovar og sýndu af sér þessa hegðun. Félögin segja kynþáttafordóma ekki vera liðna. 
  • Gregory Cojean þjálfari franska liðsins Nantes er kominn í frí frá þjálfun liðsins eftir að hafa slasast við heimilisstörf. Ekkert hefur verð nánar upplýst hvað kom fyrir Cojen sem stýrt hefur Nantes undanfarin þrjú ár. 
  • Franski markvörðurinn Samir Bellahcene gefur ekki oftar kost á sér í franska landsliðið. Hann segist hafa tekið ákvörðina eftir að hafa rætt við Guillaume Gille landsliðsþjálfara Frakka. Bellahcene vill nýta meiri tíma með fjölskyldu sinni og mun það vera ástæða þess að hann tók þessa ákvörðun. Bellahcene var markvörður með Kiel og Stuttgart um árabil en fluttist til Dinamo Búkarest í sumar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -