Víkingur varð síðastur til þess að öngla í sæti í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik í kvöld. Víkingur lagði ÍH í Kaplakrik með 12 marka mun, 37:25, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 18:10.
Yfirburðir Víkinga voru miklir var viðureignin í raun leikur kattarins að músinni frá byrjun til enda.
Ekki er annað vitað en leikurinn hafi farið fram í bærilegum friði eins og hinar tvær viðureignir kvöldsin í 16-liða úrslitum þar sem Fjölnir lagði Hvíta riddarann annars vegar og Grótta vann Víðir í Garði.
Dregið verður í 16-liða úrslit í hádeginu á morgun. Eftirtalin lið eiga sæti í 16-liða úrslitum: Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, ÍBV 2, ÍR, KA, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víkingur, Þór.
Mörk ÍH: Ari Magnús Þorgeirsson 4, Arnar Gauti Arnarsson 4, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 4, Gísli Jörgen Gíslason 4, Veigar Snær Sigurðsson 4, Benedikt Einar Helgason 1, Böðvar Snær Ragnarsson 1, Daníel Breki Þorsteinsson 1, Eyþór Örn Ólafsson 1, Kristján Rafn Oddsson 1.
Varin skot: Kristján Rafn Oddsson 9, Böðvar Snær Ragnarsson 1.
Mörk Víkings: Kristófer Snær Þorgeirsson 9, Sigurður Páll Matthíasson 8, Kristján Helgi Tómasson 6, Ásgeir Snær Vignisson 4, Felix Már Kjartansson 2, Ísak Óli Eggertsson 2, Nökkvi Gunnarsson 2, Rytis Kazakevicius 2, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 1, Páll Þór Kolbeins 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 6, Hilmar Már Ingason 1.