Ísak Steinsson var í sigurliði Drammen sem lagði Sandnes í þriðju umferð norsku úrvalsdeildarinnar, 30:26, á heimavelli. Með sigrinum færðist hið unga lið Drammen upp að hlið Kolstad með sex stig en liðin tvö ásamt Runar eru einu taplausu lið deildarinnar.
Ísak varði sjö skot á þeim tíma sem hann stóð í marki Drammen, 39%.
Drammenliðið var lengi vel undir í leiknum en tókst að snúa við taflinu þegar á leið síðari hálfleik.
Dagur Gautason liðsmenn ØIF Arendal töpuðu á heimavelli fyrir Runar, 30:29, eftir að hafa byrjað leikinn mjög illa. Dagur skoraði þrjú mörk.
Runar-liðið var átta marka forskot eftir 23 mínútur, 12:4. Staðan í hálfleik var 17:10. Um miðjan síðari hálfleik var munurinn kominn niður í eitt mark, Runar í vil áður en liðið náði þriggja marka forskoti á ný og náði að hanga stigunum tveimur þótt Arendal-liðið skoraði tvö síðustu mörkin.
ØIF Arendal hefur einn vinning eftir þrjár viðureignir.