Íslendingar fengu ekki draumabyrjun þegar keppni hófst í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans, þar á meðal tveir Íslendingar, máttu þola tap á heimavelli. Bjartur Már Guðmundsson og félagar í StÍF kræktu í annað stigið á heimavelli er þeir fengu liðsmenn Kyndils í heimsókn, 25:25.
Bjartur Már, sem gekk til liðs við StÍF í sumar, frá Víkingi skoraði þrjú mörk í leiknum í íþróttahöllinni í Skálum.
Felix Már Kjartansson skoraði fimm mörk fyrir Neistan sem tapaði í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn með eins marks mun, 32:31, fyrir Team Klaksvik. Ágúst Ingi Óskarsson skoraði þrisvar sinnum fyrir Neistan og gamla brýnið Finnur Hansson skoraði eitt mark.
Óvænt úrslit urðu í Kollafirði þegar heimamenn í KÍF lögðu meistarana í VÍF frá Vestmanna, 30:25.