- Auglýsing -
- Þótt mikið hafi verið rætt og ritað um að hugsanlega hverfi Talant Dujshebaev þjálfari pólska liðsins Industria Kielce frá félaginu fyrr en síðar þá er ekkert fararsnið á hinum 57 ára gamla þjálfara. Hann segist hafa áhuga á að vera áfram hjá félaginu, þess vegna næsta áratug ef honum standi það til boða. Eitt sé víst. Hann ætli ekki að hætta á Ólympíuári, hvenær sem hann hverfur á braut frá félaginu.
- Dujshebaev hefur þjálfað hjá Industria Kielce í 11 ár.
- Tomas Axnér heldur áfram að þjálfa sænska landsliðið í handknattleik kvenna fram yfir Ólympíuleikana 2028 samkvæmt nýjum samningi. Axnér tók við þjálfun landsliðsins fyrir fimm árum. Samhliða starfi sínu með sænska landsliðið hefur Axnér verið þjálfari danska liðsins Team Esbjerg síðasta hálfa annað árið.
- Tomas Svensson fyrrverandi landsliðsmarkvörður Svíþjóðar sem vann m.a. um árabil með Guðmundi Þórði Guðmundssyni með danska og íslenska landsliðið hefur bætt við sig starfi hjá Barcelona. Auk þess að þjálfara markverði aðalliðs Barcelona, Emil Nielsen og Viktor Gísla Hallgrímsson, þá verður Svensson þjálfari unglingaakademíu Barcelona.