- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bíður eftir að komast í aðgerð á úlnlið

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV, sækir að vörn KA/Þórs í einum af úrslitaleikjum liðanna í vor. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Eins og þeir sem fylgdust með viðureign Gróttu og ÍBV í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik kvenna á föstudaginn tóku e.t.v. eftir þá kom Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir ekkert við sögu. Samkvæmt heimildum handbolta.is getur orðið bið á að Hrafnhildur Hanna leiki með ÍBV-liðinu. Hún bíður eftir að komast í aðgerð vegna meiðsla í úlnlið sem hafa hrjáð hana síðan í vor.


Vonir stóðu til þess að úlnliðurinn jafnaði sig í hvíld í sumar en þegar æfingar hófust hjá ÍBV liðinu í sumar kom því miður annað á daginn. Ekki mun verða komist hjá því að laga það sem er bilað í úlnliðnum með aðgerð sem beðið er eftir að fá tíma í. Eftir aðgerð tekur við endurhæfing. Þar sem enn er óljóst hvenær Hrafnhildur Hanna kemst í aðgerðina er enn óljósara hversu langur tími líður þar til hún mætir úr á völlinn á aftur.


Hrafnhildur Hanna gekk til liðs við ÍBV fyrir ári og fór á kostum í úrslitakeppninni í vor þegar ÍBV vann Stjörnuna í 1. umferð og tapaði naumlega fyrir KA/Þór eftir framlengdan oddaleik í undanúrslitum.


Ofan á meiðsli Hrafnhildar Hönnu bætist við óvissa vegna meiðsla Birnu Berg Haraldsdóttur sem fór meidd af leikvelli eftir tíu mínútur í síðari hálfleik gegn Gróttu í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins eins og handbolti.is greindi frá.


Viðbúið er að ÍBV-liðið, sem mætir Val í Vestmannaeyjum annað kvöld í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins, verði vængbrotið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -