Nýliðar Selfoss gerðu sér lítið fyrir lögðu Íslandsmeistara Fram, 32:31, í lokaleik þriðju umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Sigurinn var sannarlega óvæntur en að sama skapi verðskuldaður því Selfossliðið var einfaldlega skrefi á undan lengst af viðureignarinnar.
Fram komst loksins yfir undir lokin, 30:29 og 31:30 en það nægði ekki. Selfoss-liðið skoraði tvö síðustu mörkin, lét ekki slá sig út af laginu þótt gott forskot um miðjan hálfleikinn hafi gengið því úr greipum.
Selfoss hefur þar með krækt sér í þrjú stig í fyrstu þremur umferðunum. Framarar eru stigi fyrir ofan en eftir tvo sigurleiki, á FH og Þór, þá mættu þeir ofjörlum sínum að þessu sinni.
Mörk Selfoss: Tryggvi Sigurberg Traustason 7, Hannes Höskuldsson 5/3, Jason Dagur Þórisson 4, Valdimar Örn Ingvarsson 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Sölvi Svavarsson 3, Gunnar Kári Bragason 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Alexander Hrafnkelsson 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 11, 28,9% – skráningu HBStatz frá leikum var ábótavant. Philipp Seidemann skot í leiknum er engu að síður ekki skráður með eitt einasta varið skot skráð.
Mörk Fram: Ívar Logi Styrmisson 10/5, Dánjal Ragnarsson 7, Arnþór Sævarsson 4, Max Emil Stenlund 4, Rúnar Kárason 3, Eiður Rafn Valsson 2, Magnús Öder Einarsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 7, 25,9% – Breki Hrafn Árnason 0.
Tölfræði leiksins hjá HBstatz.
Staðan og næstu leikir Olísdeildum.