Haukar verða deildarmeistarar í Olísdeild karla í handknattleik vorið 2022 eftir æsilega keppni við Val. Þetta er niðurstaða af vangaveltum valinkunns hóps handknattleiksáhugafólks sem handbolti.is leitaði til og bað um að spá fyrir um röð liðanna í Olísdeild karla. Munaði nánast engu á Haukum og Vals, fyrrnefnda liðinu í vil.
Spáin er birt hér fyrir neðan ásamt helstu breytingum á leikmannahópum liðanna frá síðasta keppnistímabili.
Að sama skapi reikna flestir með að nýliðar deildarinnar, HK og Víkingur, muni eiga erfitt uppdráttar og rói lífróður fyrir sæti sínu í Olísdeildinni. Grótta er helst talin geta sogast niður að nýliðunum tveimur.
Eins benda niðurstöður til að Fram verði í harðri keppni við KA og Selfoss um sjöunda til áttunda sætið, tvö síðustu sætin sem veita þátttökurétt í úrslitakeppninni.
1. Haukar.
Komnir: Aron Rafn Eðvarðsson (Bietigheim), Stefán Huldar Stefánsson (Grótta).
Farnir: Björgvin Páll Gústavsson (Valur), Orri Freyr Þorkelsson (Elverum), Andri Sigmarsson Scheving (Afturelding að láni), Guðmundur Bragi Ástþórsson (Afturelding að láni), Kristófer Máni Jónasson (Afturelding að láni).
Þjálfari: Aron Kristjánsson. Deildarmeistari 2021.
2. Valur.
Komnir: Björgvin Páll Gústavsson (Haukar), Motoki Sakai (Toyoda Gosei Blue Falcon).
Farnir: Anton Rúnarsson (Emsdetten), Martin Nagy (Gummersbach), Einar Baldvin Baldvinsson (Grótta), Guðni Jónsson (liðsstjóri).
Þjálfari: Snorri Steinn Guðjónsson. Íslandsmeistari 2021.
3. FH.
Komnir: Svavar Ingi Sigmundsson (KA), Gytis Smantauskas (Dragunas).
Farnir: Einar Rafn Eiðsson (KA), Arnar Freyr Ársælsson (KA), Gísli Jörgen Gíslason (Víkingur), Birkir Fannar Bragason (hættur).
Þjálfari: Sigursteinn Arndal. Annað sæti í Olísdeild 2021.
4. ÍBV.
Komnir: Rúnar Kárason (Ribe/Esbjerg), Dánjal Ragnarsson (Neistin), Grímur Hergeirsson (þjálfari).
Farnir: Fannar Þór Friðgeirsson (hættur), Hákon Daði Styrmisson (Gummersbach), Ívar Logi Styrmisson (Grótta að láni), Jonathan Werdelin (Danmörk), Kristinn Guðmundsson (þjálfari).
Þjálfari: Erlingur Richardsson. Sjöunda sæti í Olísdeild 2021.
5. Stjarnan.
Komnir: Arnór Freyr Stefánsson (Afturelding), Gunnar Steinn Jónsson (Göppingen), Þórður Tandri Ágústsson (Þór).
Farnir: Goði Ingvar Sveinsson (Fjölnir), Brynjar Darri Baldursson (hættur).
Þjálfari: Patrekur Jóhannesson. Fimmta sæti í Olísdeild 2021.
6. Afturelding.
Komnir: Árni Bragi Eyjólfsson (KA), Hamza Kablouti (Ivry), Andri Sigmarsson Scheving (Afturelding að láni), Guðmundur Bragi Ástþórsson (Afturelding að láni), Kristófer Máni Jónasson (Afturelding að láni).
Farnir: Arnór Freyr Stefánsson (Stjarnan), Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram), Pétur Júníusson (Víkingur).
Þjálfari: Gunnar Magnússon. Áttunda sæti í Olísdeild 2021.
7. KA.
Komnir: Arnar Freyr Ársælsson (FH), Einar Rafn Eiðsson (FH), Davíð Hlíðdal Svansson (HK), Óðinn Þór Ríkharðsson (Holstebro), Pætur Mikkjalsson (SUS Nyborg).
Farnir: Áki Egilsnes (EHV Aue), Árni Bragi Eyjólfsson (KA), Svavar Ingi Sigmundsson (FH), Daði Jónsson (Danmörk, nám), Sigþór Gunnar Jónsson (hættur), Andri Snær Stefánsson (hættur, en verður til taks).
Þjálfarar: Jónatan Þór Magnússon/Sverre Andreas Jakobsson. Sjötta sæti í Olísdeild 2021.
8. Selfoss.
Komnir: Karolis Stropus (Þór).
Farnir: Andri Dagur Ófeigsson (Víkingur).
Þjálfari: Halldór Jóhann Sigfússon. Fjórða sæti í Olísdeild 2021.
9. Fram.
Komnir: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Afturelding), Kristófer Andri Daðason (HK), Einar Jónsson (þjálfari).
Farnir: Andri Már Rúnarsson (Stuttgart), Arnór Róbertsson (HK), Marteinn Sverrir Bjarnason (HK að láni), Róbert Örn Karlsson (HK að láni),Ægir Hrafn Jónsson (hættur), Sebastian Alexandersson/Guðfinnur Kristmannsson (þjálfarar), Matthías Daðason (Kórdrengir).
Þjálfari: Einar Jónsson. Níunda sæti í Olísdeild 2021.
10. Grótta.
Komnir: Einar Baldvin Baldvinsson (Valur), Sveinn Brynjar Agnarsson (ÍR að láni), Igor Mrsulja (frá félagsliði í N-Makedóníu), Akimasa Abe (Wakunaga Leolic), Ívar Logi Styrmisson (ÍBV að láni).
Farnir: Stefán Huldar Stefánsson (Haukar), Jóhann Reynir Gunnlaugsson (Víkingur), Brynjar Jökull Guðmundsson (Vængir Júpiters), Satoru Goto (Japan).
Þjálfari: Arnar Daði Arnarsson. Tíunda sæti í Olísdeild 2021.
11. Víkingur.
Komnir: Jóhann Reynir Gunnlaugsson (Grótta), Gísli Jörgen Gíslason (FH), Logi Ágústsson (ÍR), Jóvan Kukobat (Þór), Andri Dagur Ófeigsson (Selfossi), Pétur Júníusson (Afturelding), Benedikt Elvar Skarphéðinsson (FH), Jón Hjálmarsson (Vængir Júpiters).
Farnir: Victor Máni Matthíasson (Fjölnir), Bjartur Már Guðmundsson (StÍF), Egidijus Mikalonis (ÍR úr láni).
Þjálfari: Jón Gunnlaugur Viggósson. Nýliði í Olísdeild.
12. HK.
Komnir: Arnór Róbertsson (Fram), Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha (Afturelding að láni) Marteinn Sverrir Bjarnason (Fram að láni), Róbert Örn Karlsson (Fram að láni), Sebastian Alexandersson/Guðfinnur Kristmannsson (þjálfarar).
Farnir: Ágúst Ingi Óskarsson (Neistin), Felix Már Kjartansson (Neistin), Kristófer Andri Daðason (Fram), Davíð Hlíðdal Svansson (KA), Elías Már Halldórsson (þjálfari).
Þjálfarar: Sebastian Alexandersson/Guðfinnur Kristmannsson. Nýliði í Olísdeild.