-Auglýsing-

Molakaffi: Strömberg, Hedin, Freihöfer, Siewert

- Auglýsing -
  • Svíinn Petter Strömberg hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í handknattleik. Strömberg, sem hefur takmarkaða reynslu af þjálfun, tekur við af landa sínum. Robert Hedin sem gafst upp í vor eftir sjö ár hjá bandaríska handknattleikssambandinu og réði sig til landsliðs Barein.
  • Strömberg er ætlað að halda áfram með undirbúning bandaríska landsliðsins vegna þátttöku á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir þrjú ár. 
  • Þýski landsliðsmaðurinn Tim Freihöfer hefur skrifað undir nýjan samning við þýska meistaraliðið Füchse Berlin. Nýi samningurinn er til fjögurra ára, út leiktíðina vorið 2029. 
  • Handknattleiksþjálfarinn Jaron Siewert er sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá danska úrvalsdeildarliðinu HØJ á Sjálandi. Siewert var leystur frá störfum hjá Füchse Berlin í upphafi þessa mánaðar. HØJ vann sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni í vor en þrátt fyrir að hafa marga vaska leikmenn innan sinna raða hefur ekki gengið sem skyldi til þessa.
  • Ef marka má orðróm þessa dagana þá eru fleiri öflugir leikmenn væntanlegir fyrir næstu leiktíð. Mikill hugur er í forráðamönnum HØJ.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -