-Auglýsing-

Marel verður ekki oftar með Fram á leiktíðinni

- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn efnilegi Marel Baldvinsson leikur ekki fleiri leiki með Fram á keppnistímabilinu vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þetta staðfesti Einar Jónsson þjálfari Fram við handbolta.is. Einar segir um „hrikalegt áfall“ að ræða fyrir lið Íslands- og bikarmeistarana enda Marel einn allra efnilegasti handknattleiksmaður landsins sem var ætlað burðarhlutaverk í sóknar- og varnarleik Fram á keppnistímabilinu.


„Marel er á leiðinni í aðgerð á hné vegna rifu í krossbandi. Tímabilið er bara búið hjá honum, því miður,“ sagði Einar við handbolta.is.

Marel meiddst í viðureign Fram og Þórs fyrir 10 dögum en það skýrðist ekki fyrr en nokkrum dögum síðari hversu alvarleg meiðslin eru.

Spurður hvort hann væri að leita að leikmanni í staðinn sagðist Einar alltaf verð með augun hjá sér.

„Við höfum verið leita að leikmanni síðustu vikur, áður en Marel meiddist. Ég er svo sem ekkert bjartsýnni nú en áður að sú leit beri árangur,“ svaraði Einar.


Auk Íslands- og bikarkeppninnar tekur Fram þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst með heimaleik við Porto þriðjudaginn 14. október.

Fram er með kostaboð á heimaleikina þrjá í Evrópudeildinni. Sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -