-Auglýsing-

Íþróttamiðstöðin að Varmá verður Myntkaup höllin

- Auglýsing -

Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Aftureldingar:

Handknattleiksdeild Aftureldingar og Myntkaup hafa undirritað samstarfssamning um nafngift á íþróttamiðstöðinni að Varmá, sem mun héðan í frá bera nafnið Myntkaup höllin.

Samkomulagið markar mikilvægt og jákvætt skref fyrir félagið og framtíðarstarf þess.

Myntkaup var stofnað árið 2019 með það að markmiði að bjóða Íslendingum upp á einfalda og örugga leið til þess að stunda viðskipti með rafmyntir. Síðan þá hefur félagið vaxið og dafnað og telja viðskiptavinir Myntkaupa nú yfir 22.000 talsins. Með þessu samstarfi verður Myntkaup eitt af helstu bakhjörlum handknattleiksdeildar Aftureldingar og afreksstarfi félagsins.


Samningurinn er til þriggja ára og við hjá handknattleiksdeild Aftureldingar erum gríðarlega ánægð og stolt af þessu samstarfi og hlökkum til að taka á móti leikmönnum, stuðningsmönnum og gestum í Myntkaup höllina næstu árin.

„Við hjá Myntkaupum erum gríðarlega ánægðir að fá að taka þátt í og styðja við það frábæra íþróttastarf sem Afturelding starfrækir í Mosfellsbæ. Teymi Myntkaupa er með sterk tengsl við Mosfellsbæinn og með þessum samstarfssamningi er hafin jákvæð og spennandi vegferð fyrir báða aðila og íbúa í Mosfellsbæ. Afturelding og Myntkaup eiga það sameiginlegt að vera félög á uppleið sem ætla sér stóra hluti í framtíðinni og það verður gaman að fá að taka þátt í sigrum félagsins á næstu misserum. Áfram Afturelding!“ segir Patrekur Maron, framkvæmdastjóri Myntkaupa.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -