- Auglýsing -
Rúnar Kárason leikmaðurinn reyndi hjá Fram tognaði á kálfa á æfingu á þriðjudagskvöld. Rúnar staðfesti þetta við handbolta.is í morgun. Hann segist vera vongóður að vera skemur en fjórar til sex vikur að jafna sig.
„Ég tognaði létt í kálfanum á þriðjudaginn,“ sagði Rúnar við handbolta.is í dag. Rúnar var á meðal áhorfenda þegar Fram tapaði á heimavelli fyrir Haukum í gær.
Fram sækir Aftureldingu heim í 5. umferð Olísdeildar á næsta fimmtudag. Aðeins eru þrjár vikur þangað til Framarar hefja keppni í Evrópudeildinni. Rúnar væntir þess að hafa náð heilsu fyrir þann tíma.