- Auglýsing -
- Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvö mörk í sjö skotum í sex marka sigri IFK Kristianstad á meisturum Ystads IF HK, 32:26, á heimavelli í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. IFK Kristianstad hefur unnið þrjú stig í tveimur fyrstu leikjum sínum.
- Arnór Viðarsson og liðsfélagar í HF Karlskrona unnu Önnreds Hk, 36:34, á heimavelli í þriðju umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Arnór lét aðallega til sín taka í vörninni. Hann skoraði ekki mark í leiknum. Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópi HF Karlskrona, ekkert fremur en í fyrri leikjum liðsins til þessa á keppnistímabilinu.
- HF Karlskrona er með fjögur stig eftir þrjá leiki í fimmta sæti.
Hér hlekkur á myndsyrpu frá leiknum.
- Dagur Sverrir Kristjánsson var markahæstur hjá Vinslövs HK með fimm mörk í tveggja marka tapi fyrir H43 Lund HF á heimavelli í kvöld, 28:26, í Allsvenskan, næst efstu deild sænska handknattleiksins. Vinslövs HK er án stiga eftir tvo leiki.
- Jón Ísak Halldórsson skoraði tvö mörk í 10 marka sigri Lemvig-Thyborørn á Odder Håndbold, 37:27, í næst efstu deild danska handknattleiksins í kvöld. Lemvig er með þrjú stig að loknum fimm leikjum og er um miðja deild.
- Viktor Petersen Norberg skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar í öruggum sigri Elbflorenz á VfL Lübeck-Schwartau, 36:31, í Dresden í næst efstu deild þýska handknattleiksins í kvöld. Elbflorenz hefur unnið sex stig í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og situr í sjötta sæti.