-Auglýsing-

HK er áfram stigalaust – KA og Stjarnan sigruðu

- Auglýsing -

HK situr áfram eitt í neðsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir fjórða tapið í kvöld þegar KA kom í heimsókn í Kórinn og fór norður með bæði stigin, 31:27. KA hefur þar með fjögur stig eftir fjóra leiki. Norðanmenn voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9.

Fjögur mörk í röð

Etir að hafa verið undir lengst af þá tókst HK að vinna upp fjögurra marka forskot KA upp úr miðjum síðari hálfleik og jafna metin, 23:23. Fjögur mörk KA-manna á skömmum tíma gerðu hinsvegar út um vonir HK-inga sem eiga verk að vinna.

Níu mörk í síðari hálfleik

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði FH, 28:23, í Hekluhöllinni í Garðabæ. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Sóknarleikur liðsins var hinsvegar í molum í síðari hálfleik auk þess sem Sigurður Dan Óskarsson markvörður Stjörnunnar gerði FH-ingum lífið leitt.

Stjarnan og FH hafa þar með fjögur stig hvort eins og KA.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Stjarnan – FH 28:23 (11:14).

Mörk Stjörnunnar: Gauti Gunnarsson 7/1, Benedikt Marinó Herdísarson 5, Daníel Karl Gunnarsson 5, Pétur Árni Hauksson 4, Barnabás Rea 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Ísak Logi Einarsson 1, Jóel Bernburg 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 14, 37,8%.

Mörk FH: Garðar Ingi Sindrason 7, Einar Örn Sindrason 3, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Símon Michael Guðjónsson 3/1, Þórir Ingi Þorsteinsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 3, Ingvar Dagur Gunnarsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 7, 33,3% – Daníel Freyr Andrésson 2, 15,4%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

HK – KA 27:31 (9:13)

Mörk HK: Ágúst Guðmundsson 8, Haukur Ingi Hauksson 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Leó Snær Pétursson 3/1, Andri Þór Helgason 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 1, Örn Alexandersson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 7, 20,6% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 1, 20%.

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8, Magnús Dagur Jónatansson 6, Einar Birgir Stefánsson 5, Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 4, Morten Linder 4, Aron Daði Stefánsson 2, Daníel Matthíasson 1, Jóhann Geir Sævarsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 12/2, 32,4% – Úlfar Örn Guðbjargarson 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -