Víkingur lagði Fjölni sannfærandi, 27:23, í viðureign liðanna í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Fjölnishöllinni í kvöld. Víkingar hafa þar með fjögur stig eftir þrjá leiki. Fjölnir er með með tvö stig, einnig að loknum þremur viðureignum.
Víkingar voru sterkari síðustu 20 mínútur leiksins. Liðið var með fjögurra til fimm marka forskot sem Fjölnisliðinu tókst aldrei að ógna.
Fjölnir – Víkingur 23:27 (11:12).
Mörk Fjölnis: Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 6, Sara Kristín Pedersen 5, Berglind Benediktsdóttir 4, Vera Pálsdóttir 4, Rósa Kristín Kemp 2, Signý Harðardóttir 2.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 12.
Mörk Víkings: Hildur Guðjónsdóttir 9, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 4, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Valgerður Elín Snorradóttir 3, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Mattý Rós Birgisdóttir 1.
Varin skot: Þyri Erla L Sigurðardóttir 13.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.