Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu Ameríkumeistarar California Eagles með 30 marka mun í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti félagsliða í Kaíró í Egyptalandi í dag, 50:22. Staðan var 28:10 að loknum fyrri hálfleik.
Ameríkumeistararnir voru engin fyrirstaða fyrir Evrópumeistarana, eins og við mátti búast. Segja má að himinn og haf skilji liðin að, ekki bara landfræðilega heldur einnig í getu. Eftir stundarfjórðungsleik var forskot Magdeburg orðið 11 mörk, 14:3.
Næsti leikur Magdeburg verður á morgun gegn Ala Sharjah frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.
Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekkert með Magdeburg í dag. Ómar Ingi Magnússon kom aðeins við sögu í þremur vítaköstum sem hann skoraði örugglega úr.

Elvar Örn Jónsson tók tölvert þátt í leiknum, ekki síst í vörninni. Hann skoraði þrjú mörk.
Lukas Mertens var markahæstur hjá Magdeburg með 11 mörk. Tim Hornke var næstu með níu mörk. Madeij Mandic varði 27 skot, 57%.