- Auglýsing -
Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikur ekki fleiri leiki með Haukum á keppnistímabilinu. Rut er ólétt en það kom fram í viðtali við Díönu Guðjónsdóttur annan þjálfara Hauka í sjónvarpi Símans í dag áður en viðureign Hauka og Fram hófst á Ásvöllum.
Rut á þegar tvo drengi með sambýlismanni sínum Ólafi Gústafssyni handknattleiksmanni.
Rut gekk til liðs við Hauka sumarið 2024 eftir að hafa leikið um árabil með KA/Þór að loknum löngum atvinnumannaferli í Danmörku.
Fyrr í ár ákvað Rut að hætta að leik með landsliðinu eftir að hafa leikið með landsliðinu í 17 ár og tekið þátt í 124 landsleikjum.
- Auglýsing -