Birgir Steinn Jónsson lét til sín taka þegar IK Sävehof gerði jafntefli á heimavelli við Hammarby, 35:35, í 4. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í Partille í dag. Færeyski línumaðurinn Isak Vedelsbøl jafnaði metin fyrir IK Sävehöf mínútu fyrir leikslok.
Birgir Steinn skoraði fimm mörk, þar af fjögur úr vítaköstum. Hann varð að bíta í það súra epli að vera einu sinni vikið af leikvelli.
IK Sävehof situr í 10. sæti með þrjú stig en liðið hefur ekki náð sér á flug til þessa nema í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Heldur hefur dofnað yfir Amo HK-liðinu eftir góða byrjun. Liðið tapaði á heimavelli í dag fyrir Skövde, 28:21.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fimm mörk fyrir Amo og er skráður fyrir tveimur stoðsendingum. Honum var einu sinni vikið af leikvelli.
Amo HK hefur fjögur stig eftir fjóra leiki í áttunda sæt