-Auglýsing-

Brynjar Hólm og Viktor verða með á fimmtudag

- Auglýsing -

Brynjar Hólm Grétarsson leikmaður Þórs og Valsarinn Viktor Sigurðsson verða gjaldgengir í næstu leikjum Þórs og Vals þrátt fyrir að hafa fengið rauð spjöld í viðureignum liðanna í fjórðu umferð Olísdeildar í síðustu viku. Mál þeirra voru tekin fyrir á fundi aganefndar HSÍ í dag.

Fimmta umferð Olísdeildar karla fer fram á fimmtudaginn.

Dómarar leikjanna tveggja á milli ÍBV og Þórs annars vegar og Vals og Selfoss hinsvegar meta brot Brynjars Hólm og Viktors falla undir reglu 8:5, og a og b hluta.

Athygli er vakin á….

„Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar,“ segir í úrskurði aganefndar í dag.

Fimmta umferð fer fram á fimmtudaginn, alls sex leikir á einu kvöldi:
KA – ÍR, kl. 18.15.
Selfoss – ÍBV, kl. 18.30.
Þór – Stjarnan, kl. 18.30.
Afturelding – Fram, kl. 19.
FH – HK, kl. 19.15.
Haukar – Valur, kl. 19.30.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -