Haukar og Stjarnan eiga tvo fulltrúa hvort í úrvalsliði 4. umferðar Olísdeildar karla sem valið var í þætti Handboltahallarinnar sem að vanda var sendur út á mánudagdagskvöld.
Aron Rafn Eðvarðsson markvörður og Skarphéðinn Ívar Einarsson koma úr röðum Hauka eftir vaska framgöngu í sigurleik á Fram.
Gauti Gunnarsson hornamaður og þjálfarinn Hrannar Guðmundsson voru valdir í hópinn úr Stjörnuliðinu sem lagði FH í Hekluhöllinni.
Lið 4. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Gauti Gunnarsson, Stjörnunni.
Hægri skytta: Bernard Kristján Owusu Darkoh, ÍR.
Miðjumaður: Magnús Dagur Jónatansson, KA.
Vinstri skytta: Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukum.
Vinsta horn: Ihor Kopyshynskyi, Aftureldingu.
Línumaður: Sveinn José Rivera, ÍBV.
Markvörður: Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum.
Varnarmaður: Sigurður Jefferson Guarino, HK.
Þjálfari umferðarinnar: Hrannar Guðmundsson, Stjörnunni.
Leikmaður 4. umferðar: Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukum.
