-Auglýsing-

Þrjú Íslendingalið í undanúrslit í Noregi

- Auglýsing -

Drammen, Elverum og Kolstad, sem öll hafa Íslendinga innan sinna raða, komust í undanúrslit norsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í dag.

Kolstad var ekki í teljandi vandræðum með Nærbø á heimavelli, 25:19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik.


Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö mörk og gaf sjö stoðsendingar fyrir Kolstad-liðið. Bróðir hans, Arnór Snær skoraði ekki mark að þessu sinni.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kolstad.

Sigurjón Guðmundsson stóð í marki Kolstad hluta leiksins en tókst ekki að verja skot, ef marka má tölfræðina.

Drammen lagði Kristiansand, 32:28, á heimavelli. Ísak Steinsson markvörður varði 9 skot, 28%, ef marka má tölfræði leiksins á netinu. Því miður þá eru brögð að því að tölfræðin er ekki ábyggileg í öllum leikjum í Noregi.


Tryggvi Þórisson var ekki í leikmannahópi Elverum í sigri á Bækkelaget, 35:31, á útivelli.

Runar er fjórða liðið sem komst í undanúrslit norsku bikarkeppninnar í dag. Runar lagði Bergen Håndball, 35:27, í Björgvin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -