-Auglýsing-

Fimmtán leikmenn Vals skoruðu hjá Stjörnunni

- Auglýsing -

Valur vann annan leik sinn í röð í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði Stjörnuna, 34:27, í fjórðu umferðinni í Hekluhöllinni í Garðabæ. Með sigrinum er Valur með sex stig eins og KA/Þór og ÍBV í þremur efstu sætum deildarinnar. KA/Þór á viðureign inni á liðin tvö. Staðan var 15:9 í Hekluhöllinni þegar viðureignin var hálfnuð.

Stjarnan er ásamt Selfossi án stiga í öðru af tveimur neðstu sætum deildarinnar.


Aldrei ríkti veruleg spenna í leiknum. Valsliðið var sterkara frá upphafi og jók fremur en hitt á forskot sitt lengi vel í síðari hálfleik. Hafdís Renötudóttir varði afar vel og gat leyft sér þann munað undir lokin að fara af leikvelli og kasta mæðinni nokkru áður en leiktíminn var á enda.

Allir leikmenn Vals komu við sögu og skoruðu að minnsta kosti eitt mark að öðrum markverðinum undanskildum.

Mörk Stjörnunnar: Inga Maria Roysdottir 6, Natasja Hammer 6, Anna Lára Davíðsdóttir 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 3, Aníta Björk Valgeirsdóttir 3/3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 9/1, 25% – Margrét Einarsdóttir 1, 14,3%.

Mörk Vals: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 6/1, Arna Karitas Eiríksdóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3/2, Laufey Helga Óskarsdóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Sara Lind Fróðadóttir 2, Eva Steinsen Jónsdóttir 1, Hafdís Renötudóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Sigrún Erla Þórarinsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 17, 42,5% – Oddný Mínervudóttir 1, 20%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -