Elbflorenz, Leipzig, Gummersbach og Hannover-Burgdorf komust áfram í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í kvöld auk Füchse Berlin, Lemgo, Eisenach og Flensburg. HSV Hamburg, Göppingen, Eintracht Hagen og Rhein-Neckar Löwen féllu á hinn bóginn úr leik leik.
Úrslit kvöldsins í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar og helstu atriði er snertir Íslendinganna hjá liðunum:
Elbflornez – HSV Hamburg 47:46 – eftir framlengingu.
-Viktor Petersen Norberg skoraði 5 mörk fyrir Elbflornez.
-Einar Þorsteinn Ólafsson lék með HSV Hamburg en skoraði ekki mark.
Göppingen – Leipzig 26:28.
-Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki mark fyrir Göppingen. Honum var einu sinni vikið af leikvelli.
-Blær Hinriksson skoraði 3 mörk fyrir Leipzig.
Eintracht Hagen – Lemgo 25:36.
-Hákon Daði Styrmisson skoraði 2 mörk fyrir Hagen.
Hüttenberg – Gummersbach 21:32.
-Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach. Elliði Snær Viðarsson skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach og Teitur Örn Einarsson 2.
Dormagen – Hannover-Burgdorf 23:38.
-Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Rhein-Neckar Löwen – Flensburg 32:38.
-Haukur Þrastarson átti stórleik fyrir Rhein-Neckar Löwen, skoraði 7 mörk og gaf 11 stoðsendingar.