-Auglýsing-

Fimm hjá Þorsteini og tvö hjá Stiven – Orri fékk frí

- Auglýsing -

Stórskyttan og landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk þegar lið hans, FC Porto, vann Póvoa AC, 35:26, á útivelli i sjöttu umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Þorsteinn og félagar voru ekki í nokkrum vandræðum með andstæðing sinn í leiknum, ekkert fremur en í flestum öðrum leikjum deildarinnar.


Talandi um yfirburði þá gat meistaraliðið Sporting leyft sér þann munað að hvíla flesta sína bestu leikmenn í heimsókn til Arsenal Devesa, en vinna samt með 20 marka mun, 42:22. Landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson var á meðal þeirra sem fékk frí frá leiknum í gær eins og Costa-bræðurnir og Salvador Salvador svo einhverjir fleiri séu nefndir til sögunnar.

Ekkert frí var hinsvegar hjá landsliðsmanninum Stiven Tobar Valencia og liðsfélögum. Þeim tókst að merja eins marks sigur á Vitória, 32:31, á útivelli. Stiven Tobar skoraði tvö mörk í þremur skotum.

Raða sér í efstu sætin

Sporting er efst í deildinni með 18 stig eftir sex umferðir. Porto og Benfica hafa 16 stig hvort. Veitt eru þrjú stig fyrir sigur í deildinni, tvö fyrir jafntefli og eitt fyrir að tapa leik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -