Flautað verður til leiks í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla í handknattleik í dag. ÍBV 2, sem vann Hörð í sögulegum leik í 32-liða úrslitum, tekur á móti KA í gamla íþróttasalnum í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Viðureignin hefst klukkan 14.45. Stundarfjórðungi síðar mætast ÍR og Þór í Skógarseli og kljást um sæti í átta liða úrslitum.
Til viðbótar fara fram tveir leikir í Evrópukeppni félagsliða hér á landi í dag. Íslandsmeistarar Vals og hollenska meistaraliðið JuRo Unirek VZV eigast við í N1-höllinni á Hlíðarenda frá klukkan 16. Viðureignin er sú síðari í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna.
Tveimur stundum síðan tekur Selfoss á móti gríska liðinu AEK Aþenu í Sethöllinni á Selfossi í annarri umferð (fyrsta umferð var felld niður) Evrópubikarkeppni kvenna.
Leikir dagsins
Poweradebikar karla, 16-liða úrslit:
Vestmannaeyjar: ÍBV 2 – KA, kl. 14.45.
Skógarsel: ÍR – Þór, kl. 15.
-Aðrir leikir 16-liða úrslita fara fram á morgun, mánudag.
Leikirnir í Poweradebikarnum í dag verða sendir út á Handboltapassanum. Einnig verður textauppfærsla hjá HBStatz sem m.a. má nálgast á forsíðu handbolti.is.
Evrópudeild kvenna, forkeppni, 1. umferð, síðari leikur:
N1-höllin: Valur – JuRo Unirek VZV, kl. 16.
-Valur vann fyrri viðureignina, 31:30.
-Leikurinn verður sendur á Livey.
Evrópubikarkeppni kvenna, 2. umferð, síðari leikur:
Sethöllin: Selfoss – AEK Aþena, kl. 18.
-AEK vann fyrri viðureignina, 32:26.
-Leikurinn verður sendur á Livey.