-Auglýsing-

Þorsteinn Gauti sagður á leið til Fram á nýjan leik

- Auglýsing -

Framarar eiga von á liðsauka því Þorsteinn Gauti Hjálmarsson mun vera kominn heim frá Noregi og er byrjaður að æfa með sínum fyrri félögum í Fram-liðinu. Frá þess greinir Handkastið.

Fór út í sumar

Þorsteinn Gauti, sem varð Íslandsmeistari og bikarmeistari með Fram á síðasta keppnistímabili, ákvað reyna fyrir sér í Noregi í sumar. Gekk hann til liðs við nýliða úrvalsdeildarinnar, Sandefjord. Svo virðist sem hann hafi fengið nóg af vistinni ytra og hefur af einhverjum ástæðum m.a. ekki tekið þátt í tveimur síðustu leikjum Sandefjord-liðsins.

Framarar hafa litið í kringum sig undanfarna mánuði eftir liðsauka en hefur orðið lítt ágengt ef undan er skilin koma færeyska handknattleiksmannsins Dánjal Ragnarsson, sem kom að láni rétt áður en keppnistímabilið hófst.

Marel og Magnús fjarverandi

Marel Baldvinsson leikur ekki með með Fram á leiktíðinni vegna krossbandaslits. Magnús Öder Einarsson verður frá keppni næstu fimm mánuði eftir að hafa farið í aðgerðar á hné. Til viðbótar hefur Rúnar Kárason misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla.

Væntanleg koma Þorsteins Gauta í herbúðir Framara verður þar af leiðandi kærkomin enda nóg að gera en auk leikja í Olísdeild karla og Poweradebikarnum þá stendur fyrir dyrum þátttaka í riðlakeppni Evrópudeildar frá og með þriðjudeginum 14. október þegar Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í FC Porto mæta í Lambhaga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -