-Auglýsing-

Valur og Selfoss verða í Evrópuslag í dag

- Auglýsing -

Kvennalið Vals og Selfoss verða bæði í eldlínunni í dag í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik á heimavöllum sínum. Valsliðið tekur á móti hollenska meistaraliðinu JuRo Unirek í N1-höllinni klukkan 16 í síðari leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar.

Tveimur stundum síðar hefur Selfoss viðureign sína við AEK frá Aþenu í Sethöllinni á Selfossi. Sá leikur er liður í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar, þeirri sömu og Valur vann í vor.


Valur vann fyrri leikinn við JuRo Unirek með eins marks mun í Hollandi á síðasta laugardag, 31:30, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka.

Jafntefli dugir Val til þess að komast í aðra umferð forkeppninnar. Ef JuRO Unirek vinnur með eins marks mun kemur til vítakeppni, ekki framlengingar.

Sigurliðið í viðureign Vals og JuRo Unirek mætir þýska liðinu Blomberg-Lippe í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar sem fram fer í fyrri hluta nóvember. Sigurvegari þeirra rimmu öðlast sæti í riðlakeppni Evrópudeildar sem hefst í janúar.

Fyrsti heimaleikur í Evrópukeppni

Selfoss er annarri stöðu og í annarri keppni. Eftir sex marka tap, 32:26, í Aþenu fyrir viku þarf Selfossliðið að vinna með sjö marka mun til þess að komast í næstu umferð. Ef Selfoss vinnur með sex marka mun verður farið rakleitt í vítakeppni, ekki verður framlengt.

Leikurinn í Sethöllinni verður fyrsti heimaleikur kvennaliðs Selfoss í Evrópukeppni. Jafnframt er um að ræða fyrsta Evrópuleik AEK á útivelli.

Báðir leikir verða sendir út á Livey. Einnig má reikna með að öflugustu fréttamiðlar landsins verði með textalýsingu frá viðureignunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -