-Auglýsing-

Jökull skaut ÍR-ingum í átta liða úrslit

- Auglýsing -

Jökull Blöndal Björnsson skaut ÍR-ingum í átta liða úrslit Poweradebikarsins í handknattleik karla í dag. Hann skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti þegar tvær sekúndur voru til leiksloka í viðureign ÍR og Þórs í Skógarseli, 33:32, eftir æsispennandi lokamínútur. ÍR tókst þar með að hefna að einhverju leyti fyrir tapið gegn Þór í fyrstu umferð Olísdeildarinnar.


Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin fyrir Þór þegar 57 sekúndur voru til leiksloka. ÍR-ingum tókst að halda boltanum það sem eftir var og taka leikhlé þegar hálf mínúta var til leiksloka. Eftir nokkurn þæfing vann Bernard Kristján Owusu Darkoh aukakast þegar sex sekúndur voru eftir. ÍR-ingar stilltu upp í aukakast fyrir Jökul sem skoraði með uppstökki án þess að vörn eða markvörður Þórs, Nikola Radovanovic, tókst að koma í veg fyrir að boltinn þendi út netmöskvana.

Þór var marki yfir í hálfleik og náði þriggja marka forskoti snemma í síðari hálfleik. Eftir að ÍR jafnaði metin, 21:21, 17 mínútum fyrir leikslok var viðureignin hnífjöfn og spennandi að til leiksloka. Alvöru bikarleikur.


Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 13/7, Eyþór Ari Waage 5, Bernard Kristján Owusu Darkoh 5, Elvar Otri Hjálmarsson 3, Róbert Snær Örvarsson 3, Jökull Blöndal Björnsson 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 15/1, 32,6% – Alexander Ásgrímsson 0.

Mörk Þórs: Oddur Grétarsson 11/3, Brynjar Hólm Grétarsson 7, Kári Kristján Kristjánsson 4, Þórður Tandri Ágústsson 4, Aron Hólm Kristjánsson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 1, Igor Chiseliov 1, Jón Ólafur Þorsteinsson 1, Þormar Sigurðsson 1.
Varin skot: Nikola Radovanovic 14, 33,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -