-Auglýsing-

Dagur fór á kostum – Kolstad vann – fyrsta tap Drammen

- Auglýsing -

Dagur Gautason fór á kostum með ØIF Arendal í dag og skoraði átta mörk í níu skotum í fimm marka sigri liðsins á Kristiansand, 36:31, á heimavelli. Akureyringurinn sýndi gamalkunna takta á heimavelli og var markakhæstur. Ekkert markanna skoraði Dagur úr vítakasti.

Arendal færðist upp í 5. sæti með sigrinum í dag með sex stig eftir fimm leiki.

Áfram taplausir

Kolstad er áfram efst og taplaust í úrvalsdeildinni með 10 stig eftir fimm leiki. Kolstad vann Bækkelaget, 32:27, á heimavelli eftir að hafa verið sex mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 17:11.

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar fyrir Kolstad-liðið. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark og Arnór Snær Óskarsson ekkert. Sá síðarnefndi átti eina stoðsendingu.

Sigurjón Guðmundsson var um skeið í marki Kolstad í leiknum. Hann varði tvö skot af sjö, 29%.

Ísak stóð fyrir sínu

Ísak Steinsson, markvörður, og liðsfélagar í Drammen HK töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni á keppnistímabilinu í dag. Fjellhammer-liðið kom í heimsókn og fór með bæði stigin heim, lokatölur 32:29.

Ísak stóð fyrir sínu í leiknum. Hann varði 13 skot, 30%. Drammen er í fjórða sæti með sjö stig.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -