Bikarmeistarar Fram þurftu svo sannarlega að hafa fyrir því að komast í átta liða úrslit Poweradebikarsins í handknattleik karla í kvöld. Tvær framlengingar að loknum hefðbundnum leiktíma þurfti til þess að brjóta hörkulið Víkings á bak aftur, 41:39. Víkingar skoruðu tvö síðustu mörk venjulegs leiktíma eftir að hafa sýnt mikla seiglu á lokamínútunum, 32:32.
Staðan var ennþá jöfn eftir fyrri framlenginguna, 36:36. Þegar kom fram í aðra framlengingu dró af Víkingum, ekki síst í sóknarleiknum. Það sagði verulega til sína hjá Víkingsliðinu þegar komið var fram í aðra framlengingu að hafa misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald, Kristján Helgi Tómasson og Sigurð Pál Matthíasson. Báðum var vikið þrisvar af leikvelli.
Mörk Víkings: Ísak Óli Eggertsson 13, Ásgeir Snær Vignisson 8, Kristófer Snær Þorgeirsson 5, Kristján Helgi Tómasson 4, Rytis Kazakevicius 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2, Sigurður Páll Matthíasson 2, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 1, Páll Þór Kolbeins 1.
Varin skot: Daði Bergmann Gunnarsson 14.
Mörk Fram: Ívar Logi Styrmisson 7, Kjartan Þór Júlíusson 7, Eiður Rafn Valsson 6, Max Emil Stenlund 6, Dánjal Ragnarsson 5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Arnþór Sævarsson 2, Erlendur Guðmundsson 2, Torfi Geir Halldórsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 14.