Freyr Aronsson var valinn leikmaður 5. umferðar Olísdeildar karla þegar úrvalslið umferðarinnar var valið í gær í uppgjörsþætti umferðarinnar, Handboltahöllinni. Freyr átti frábæran leik er Haukar unnu stórsigur á Val, 37:27, í stórleik umferðarinnar. Freyr skoraði átta mörk og gaf 11 stoðsendingar. Piltur er aðeins á 18. ári en hefur svo sannarlega þegar stimplað sig inn af krafti í Olísdeild karla.
Árni Bragi Eyjólfsson hjá toppliði deildarinnar, Aftureldingu, var valinn í þriðja sinn í úrvalsliðið og skal engan undra. Hann hefur leikið afar vel fyrir lið Mosfellinga.
Lið 5. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu,*3.
Hægri skytta: Morten Linder KA.
Miðjumaður: Freyr Aronsson, Haukum, *2.
Vinstri skytta: Brynjar Hólm Grétarsson, Þór, *2.
Vinsta horn: Össur Haraldsson, Haukum.
Línumaður: Sigurður Jefferson Guarino, HK, *2.
Markvörður: Alexander Hrafnkelsson, Selfossi.
Varnarmaður: Daníel Matthíasson, KA.
Þjálfari umferðarinnar: Gunnar Magnússon, Haukum.
(*Hversu oft í liði umferðarinnar)
Leikmaður 5. umferðar: Freyr Aronsson, Haukum.
