-Auglýsing-

Harpa María og Lovísa aftur með landsliðinu – hópurinn fyrir EM-leikina

- Auglýsing -

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings og þátttöku í tveimur fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2026.

Harpa María Friðgeirsdóttir úr Fram og Lovísa Thompson koma inn í landsliðið eftir nokkra fjarveru. Nærri fjögur ár eru liðin síðan Lovísa var síðast með landsliðinu. Annars er um sama hóp leikmanna að ræða og tók þátt í vináttuleiknum við Dani í síðasta mánuði.


Landsliðið kemur saman til æfinga mánudaginn 13. október og mætir færeyska landsliðinu tveimur dögum síðar í Lambhagahöllinni. Sunnudaginn 19. október mætir íslenska landsliðið til leiks í Matosinhos, í útjaðri Porto, og leikur við portúgalska landsliðið. Leikirnir eru tveir þeir fyrstu í undakeppninni sem heldur áfram í mars og apríl á næsta ári.

Miðasala á landsleik Íslands og Færeyja.

Hópurinn sem valinn var í dag er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Valur (68/4).
Sara Sif Helgadóttir, Haukar (12/0)

Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (7/8).
Andrea Jacobsen, Blomberg-Lippe (64/113).
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (64/127).
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (10/21).
Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (63/86).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (24/79).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (29/56).
Elísa Elíasdóttir, Valur (22/18).
Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram (4/5).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (11/19).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (25/13).
Lovísa Thompson, Valur (28/66).
Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (1/0).
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (1/0).
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (36/148).
Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukar (1/1).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (89/193).

Leikirnir við Færeyjar og Portúgal í undankeppni EM verða ekki þeir síðustu sem íslenska landsliðið tekur þátt áður en kemur að HM sem hefst í lok nóvember. Síðasti leikurinn verður vináttuleikur við Færeyinga í Þórshöfn 21. nóvember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -