Predrag Boskovic varaforseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, var handtekinn á mánudaginn og yfirheyrður af yfirvöldum í heimalandi sínu, Svartfjallalandi. Ekki er ljóst af hvaða ástæðum Boskovic var færður til lögreglu en talið að það tengist pólitísku starfi hans og erjum á milli stjórnarflokka og stjórnar andstöðu.
Boskovic var ráðherra í Svartfjallalandi frá 2005 til 2020, síðast varnarmálaráðherra frá 2016 til 2020. Frá árinu 2023 hefur flokkur sá sem Boskovic tilheyrir verið í stjórnarandstöðu.
Frá 2011 til 2016 var Boskovioc forseti handknattleikssambands Svartfjalllands er hann var kjörinn annar varaforseti EHF og á einnig sæti í framkvæmdastjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF. Boskovioc er 53 ára gamall.
Ekki er talið að handtaka Boskovic tengist störfum hans fyrir Handknattleikssamband Evrópu.
Í tilkynningu frá EHF segir að eins og sakir standi þá hafi lögreglurannsóknin ekki áhrif á störf eða stöðu Boskovic innan EHF.
Eftir því sem Handball-World segir frá og vitnar í fjölmiðla í Bosníu þá mun Boskovic hafa verið látinn laus í dag. Óljós er engu að síður hver staða hans er.
Uppfært: Boskovic er grunaður um tengsl við glæpasamtöku. Hann verður að gera grein fyrir sér á hjá lögreglu næstu vikur meðan rannsókn á máli hans stendur yfir.




