Fimmta umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í kvöld með þremur viðureignum en fjórði og síðasti leikur umferðarinnar fer fram annað kvöld þegar Selfoss og Stjarnan eigast við.
Meðal leikja kvöldsins er viðureign Reykjavíkurliðanna, Vals og Fram í N1-höllinni klukkan 19. Ævinlega ríkir mikil eftirvænting þegar þessi tvö lið mætast á handboltavellinum.
Að lokinni 5. umferð, annað kvöld, tekur við tveggja vikna hlé á keppni í Olísdeild kvenna vegna leikja í undankeppni Evrópmótsins 15. og 19. október gegn Færeyjum og Portúgal. Íslenska landsliðið var valið í gær en nokkuð er síðan Færeyingar völdu sinn hóp.
Miðasala á landsleik Íslands og Færeyja.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna, 5. umferð:
Skógarsel: ÍR – KA/Þór, kl. 18.
Ásvellir: Haukar – ÍBV, kl. 18.30.
N1-höllin: Valur – Fram, kl. 19.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum. Einnig verður viðureign Hauka og ÍBV í veglegri útsendingu í opinni dagskrá Símans.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.