-Auglýsing-

Dómarar biðjast afsökunar á röngum dómi

- Auglýsing -

Harla óvenjulegt er að dómarar í íþróttum viðurkenni opinberlega að þeim hafi orðið á mistök þótt þeir séu mannlegir eins og aðrir og verði á að taka rangar ákvarðanir. Í ljós þess er afsökunarbréf dómarapars í Slóveníu áhugavert. Þeim varð á að taka ranga ákvörðun í lok viðureignar RD Riko Ribnica og RD LL Grosist Slovan í efstu deild karla þar í landi á síðasta laugardag. Síðarnefnda liðið vann með eins marks mun, 25:24.

Áttu að dæma vítakast

Dómararnir, Matjaž and Marko Pirc, viðurkenna í bréfi til heimaliðsins, RD Riko Ribnica, að hafa orðið á sú regin skyssa að dæma liðinu ekki vítakast þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Mistökin gerðu þeir þrátt fyrir að hafa litið á upptöku af brotinu sem átti sér stað.

Í bréfinu segja Pirc-bræðurnir að augljóst sé þeim nú að þeim hafi borið að dæma vítakast þar sem í ljós hafi komið að varnarmaður Grosist Slovan varðist innan vítateigs. Þeim hafi hinsvegar verið ómögulegt að sjá það á upptökum sem þeir sáu í hita leiksins á leikstað, ekki síst vegna þess að eftirlitsbúnaðurinn sem þeir notuðu til að taka ákvörðun sína hafi verið óviðunandi, lítill skjár spjaldtölvu. Við ítarlegri skoðun þegar heim var komið á stærri skjá og í betri upplausn hafi þeim orðið ljóst að þeir hafi gert axarskaft með því að dæma ekki vítakast.

Úr vítakastinu hefði heimaliðið, RD Riko Ribnica, getað jafnað metin en það er síðan önnur saga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -