- Auglýsing -
Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason er þrautseigur baráttumaður enda fyrirliði þýska 1. deildarliðsins Göppingen. Hann fór fyrir sínum mönnum einu sinni sem oftar þegar þeir unnu Hannover-Burgdorf í síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar.
Ýmir Örn sýndi magnaða baráttu er hann vann boltann í vörninni, kastaði sér svo eins og köttur á eftir boltanum í tvígang áður en hann kom höndum á boltann og skoraði með langskoti frá eigin vallarhelmingi áður en markvörður Hannover-Burgdorf komast í markið með skottið milli fótanna.
Tilþrif Ýmis Arnar hafa vakið mikla athygli og þúsundir geðfellt á samfélagsmiðlum við myndskeiðið sem birtist hér fyrir neðan.