-Auglýsing-

Myndskeið: Einhenti boltann af þriðju hæð

- Auglýsing -

Afturelding er eina liðið sem unnið hefur allar viðureignir sínar til þessa í Olísdeildinni. Liðið vann Fram á heimavelli, 35:29, í síðustu viku. Ihor Kopyshynskyi innsiglaði sigurinn með sirkusmarki í samvinnu við Árna Braga Eyjólfsson.

„Hann einhenti boltann af þriðju hæð. Það er strengur á milli hans og Árna Braga,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson sérfræðingur Handboltahallarinnar í síðasta þætti um mark Ihor sem var hans eina í leiknum en var þeim mun glæsilegra.

Afturelding er dæmi um lið

„Afturelding er dæmi um lið sem byrjar að ganga vel og þá virðist bara allt ganga hrikalega vel áfram. Varamarkmaðurinn kemur inn og ver vel, það er sama hver kemur inn af bekknum, allir virðast geta spilað vörn. Allir eru góðir í sókn. Þeir hafa bara verið svona á tímabilinu,“ sagði Ásbjörn Friðiksson annar sérfræðingur Handboltahallarinnar um frammistöðu Aftureldingarliðsins sem í viðbót við fimm sigurleiki í Olísdeildinni vann ÍBV í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins á mánudagskvöld.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -