-Auglýsing-

Ómar Ingi leikur áfram við hvern sinn fingur

- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon heldur áfram að leika við hvern sinn fingur og um leið andstæðinga sína grátt á handboltavellinum. Hann skoraði 11 mörk í 12 skotum í kvöld þegar Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu danska liðð GOG, 39:30, í fjórðu umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu. Leikið var í Danmörku.

Gísli Þorgeir Kristjánsson lét einnig verulega til sín taka. Hann skoraði fimm mörk í sjö skotum og gaf fimm stoðsendingar.

Varnarmenn GOG reyna að sauma að Gísla Þorgeiri Kristjánssyni í viðureign GOG og Magdeburg í kvöld. Ljósmynd/EPA

Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Evrópumeistarana og lét til sína taka við varnarleikinn, að vanda.

Bjerre Frederik Friche var markahæstur í efnilegu liði GOG með níu mörk. Örvhenta skyttan, Hjalte Lykke skoraði fimm mörk.

Í hinni viðureign kvöldsins í B-riðli lagði pólska meistaraliðið Wisla Plock liðsmenn Eurofarm Pelister frá Norður Makedóníu, 36:25.

Tap í Þrándheimi og Lissabon

Íslendingunum sem léku með Kolstad og Sporting Lissabon í A-riðli kvöld gekk ekki sem best. Kolstad tapaði fyrir Aalborg, 35:26, í Þrándheimi og Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar í portúgalska meistaraliðinu Sporting töpuðu á heimavelli fyrir Nantes, 39:28.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad. Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson skoruðu ekki mark. Markvörðurinn Sigurjón Guðmundsson, sem þessa dagana hleypur í skarðið fyrir Svíann Andreas Palicka, spreytti sig á einu vítakasti en hafði ekki erindi sem erfiði.

Orri Freyr Þorkelsson í vörn í leiknum við Nantes í kvöld. Ljósmynd/EPA

Ekkert mark

Orri Freyr var ekki á meðal þeirra sem skoruðu fyrir Sporting í tapinu slæma á heimavelli fyrir Nantes. Sporting var undir eftir fyrri hálfleik, 23:11. Langt er síðan að Sporting hefur fengið jafn slæma útreið á heimavelli og í kvöld.

Staðan í riðlunum tveimur:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -