Valur varð í kvöld fyrsta liðið til þess að leggja stein í götu Aftureldingar í Olísdeild karla á þessari leiktíð. Valsmenn fóru á kostum og sýndi á tíðum sínar bestu hliðar er þeir lögðu Aftureldingarliðið með 10 marka mun í N1-höllinni á Hlíðarenda. Aftureldingarmenn fengu ekki rönd við reist að þessu sinni eftir sex sigurleiki í röð, þar af fimm í deildinni. Valur var fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11. Fljótlega í síðari hálfleik jókst munurinn enn meira.
Símon tryggði annað stigið
Í Kaplakrika var töluverð dramatík í viðureign FH og Þórs og mátti engu muna að Þórsarar færu með bæði stigin norður. Þeir skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og virtust ætla að stela sigrinum. FH fékk vítakast á síðustu sekúndum. Úr því jafnaði Símon Michael Guðjónsson, 34:34. Birkir Benediktsson vann vítakastið.

Lengi vel stefndi í öruggan sigur FH. Liðið var með fjögurra marka forskot þegar halla tók á síðari hálfleik þegar FH-ingar töpuðu þræðinum. Þórsarar gengu á lagið, jöfnuðu metin, 33:33, og komust yfir með marki Odds Gretarssonar úr vítakasti. Símon jafnaði fyrir FH eins og áður sagði.
Annað eins jafnteflið í röð
Þeta var annað, 34:34, jafnteflið í röð hjá Þórsurum sem hafa fjögur stig eftir sex leiki. FH er með fimm stig eftir hver vonbrigðin á eftir öðrum upp síðkastið, ef litið er framhjá bikarkeppninni.
Stjarnan lagði Selfoss, 36:33, í Sethöllinni á Selfossi. Sannfærandi sigur Stjörnumanna en Selfoss tapaði öðrum leiknum í röð.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Valur – Afturelding 35:25 (16:11).
Mörk Vals: Gunnar Róbertsson 7/4, Dagur Árni Heimisson 7, Daníel Montoro 6, Magnús Óli Magnússon 5, Andri Finnsson 4, Allan Norðberg 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Dagur Leó Fannarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17/2, 43,6%.
Mörk Aftureldingar: Oscar Sven Leithoff Lykke 7/2, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Stefán Magni Hjartarson 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Haukur Guðmundsson 2, Harri Halldórsson 1, Daníel Bæring Grétarsson 1, Ihor Kopyshynskyi 1, Aron Valur Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Sigurjón Bragi Atlason 10/1, 27,8% – Davíð Hlíðdal Svansson 3, 30%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

FH – Þór 34:34 (18:13).
Mörk FH: Símon Michael Guðjónsson 9/7, Jón Bjarni Ólafsson 6, Birkir Benediktsson 5, Þórir Ingi Þorsteinsson 3, Brynjar Narfi Arndal 3, Ómar Darri Sigurgeirsson 3, Garðar Ingi Sindrason 3, Daníel Freyr Andrésson 1, Ingvar Dagur Gunnarsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 13/2, 34,2% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 1, 16,7%.
Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 9/3, Kári Kristján Kristjánsson 5, Þórður Tandri Ágústsson 4, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Igor Chiseliov 3, Aron Hólm Kristjánsson 3, Patrekur Guðni Þorbergsson 2, Þormar Sigurðsson 2, Halldór Kristinn Harðarson 1, Hákon Ingi Halldórsson 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 4, 21,1% – Nikola Radovanovic 3, 15%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Selfoss – Stjarnan 33:36 (14:16).
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 11/3, Tryggvi Sigurberg Traustason 5, Valdimar Örn Ingvarsson 5, Haukur Páll Hallgrímsson 4, Jason Dagur Þórisson 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Gunnar Kári Bragason 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 6/2, 19,4%.
Mörk Selfoss: Ísak Logi Einarsson 10, Hans Jörgen Ólafsson 9, Gauti Gunnarsson 7/1, Jóel Bernburg 4, Benedikt Marinó Herdísarson 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Daníel Karl Gunnarsson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 6, 19,4% – Baldur Ingi Pétursson 2, 20%.